Margir óku framhjá slösuðum manni

Lögreglunni þótti æði margir grípa bara til farsíma í stað …
Lögreglunni þótti æði margir grípa bara til farsíma í stað þess að hlúa að manninum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Margir ökumenn óku framhjá eldri manni sem var alblóðugur í andliti án þess að koma honum til hjálpar segir lögreglan í Borgarfirði. Maðurinn var á gangi norðan við Borgarfjarðarbrúnna klukkan 3.30 er hann missir fótanna og dettur illa og fær marga skurði á andlitið. Var hann fluttur á sjúkrahús.

„Það komu tilkynningar um blóðugan mann enda var dagsbirta er hann datt," sagði varðstjóri lögreglunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Tveir vegfarendur munu hafa stoppað um síðir en maðurinn var fluttur á  heilsugæslustöð í Borgarnesi en var síðar fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og er hann hugsanlega nefbrotinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert