„Algjörlega óviðunandi"

Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé algjörlega óviðunandi að ráðist sé á lögreglumenn við skyldustörf. Hann segir að atvikið í nótt, þegar fimm menn réðust á fjóra lögreglumenn, sé litið mjög alvarlegum augum. Þrír árásarmenn eru í haldi.

Að sögn lögreglu voru högg og spörk látin dynja á lögreglumönnunum sem voru óeinkennisklæddir. Þrátt fyrir að tilkynningu um að  þar væri lögregluaðgerð í gangi  þá kom til mikilla átaka.

Lögreglumennirnir kölluðu eftir aðstoð og voru þrír árásarmanna handteknir og íslensk stúlka sem var með þeim. Tveir árásarmenn komust undan. Stúlkunni var sleppt eftir skýrslutöku í nótt. Karlmennirnir gista nú fangageymslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert