Árás á lögreglu óviðunandi

Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, segist líta árás á lögreglu í nótt mjög alvarlegum augum. Hörður segir algerlega óviðunandi, að ráðist sé á lögreglumenn við skyldustörf. Hann telur að í auknum mæli sé veist að lögreglumönnum og ofbeldi jafnvel beitt.

Fimm karlmenn réðust á fjóra lögreglumenn á Laugavegi í Reykjavík í nótt. Mennirnir stukku út úr tveimur bílum og réðust á lögreglumennina, sem þar voru við fíkniefnaeftirlit, með höggum og spörkum. Hörður segir, að lögregla muni ekki slá slöku við að koma lögum yfir mennina.

Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:

Forstjóri Valitor tjáir sig um milljónasekt

Blásið í herlúðra á ný í Kenýa

Tom Cruise og Katie Holmes hamingjusöm á rauða dreglinum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert