Unglingum af erlendum uppruna líður verr

Ný rannsókn á líðan unglinga af erlendum uppruna sýnir að þeim líður mun verr á Íslandi en unglingum af íslenskum uppruna. Kemur þetta fram í rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri sem kynnt var sl. föstudag á málþingi innflytjendaráðs og félags- og tryggingamálaráðuneytisins um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda.

Að sögn rannsóknarstjórans, Þórodds Bjarnasonar prófessors í félagsfræði við HA, eru unglingar af erlendum uppruna t.d. þunglyndari og hafa verri sjálfsmynd. „Þau verða einnig fyrir mun meira einelti en aðrir og eru líka mun ólíklegri til að stefna á stúdentspróf,“ bendir hann á. „Það er því ekki að undra að flest þeirra líta ekki á sig sem Íslendinga og ríflega fjórðungur þeirra hyggst flytja af landi brott fyrir fullt og allt þegar þau verða fullorðin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert