Mikið fannfergi í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Mikið hefur snjóað í Vestmannaeyjum og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út klukkan 5:20 við að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum byrjuðu bæjarstarfsmenn að ryðja götur klukkan 5 í nótt og því fært um allan bæinn er fólk fór til vinnu og í skóla.

Mjög gott veður er í Vestmannaeyjum, stafalogn en mikil snjókoma, að minnsta kosti miðað við Vestmannaeyjar en þar er yfirleitt mjög snjólétt, að sögn lögreglu. Enginn hefur haft samband við lögreglu til þess að fá aðstoð við að komast leiðar sinnar og ekki þurfti að fella niður kennslu í bænum vegna fannfergis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert