Mótmæltu hlýnun jarðar

Árni Þór Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir bæta vatni í kerið.
Árni Þór Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir bæta vatni í kerið. mbl.is/Golli

Breytendur, ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar, stóð í dag fyrir aðgerðum við Alþingishúsið þegar þing hófst á ný eftir jólahlé. Vildu ungmennin með aðgerðunum vekja athygli á hlýnun jarðar, hvaða afleiðingar hún hafi fyrir fátæk ríki á suðurhverli jarðar og koma með hugmyndir til úrbóta.

Um var að ræða einskonar gjörning þar sem „hlýnun jarðar” stóð við ker með eyju í, fyllti kerið af vatni og sökkti þannig eyjunni. Þingmenn, á leið til þinghússins, stöðvuðu sumir hjá mótmælendum og bættu vatni í kerið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert