1.863 greindust með klamydíu árið 2007

Samtals greindust 1863 einstaklingar með klamydíu á árinu 2007 og er það aukning miðað við árið á undan. Alls greindust 1108 konur með klamydíu og 692 karlar en í 63 tilvikum var kyn óþekkt. Meðalaldur kvenna við greiningu var um 22 ár en karlar voru að jafnaði eldri, eða um 25 ára.

Flestar greiningarnar eru gerðar á sýkladeild Landspítala, en greining klamydíu fer einnig fram á sýkladeild Sjúkrahúss Akureyrar, að því er segir í Farsóttarfréttum landlæknisembættisins.

21 greindist með lekanda

Samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala greindist 21 einstaklingur með lekanda á árinu 2007, þar af voru 15 karlar og 5 konur en upplýsingar um kyn vantaði í einu tilfelli. Meðalaldur karla við greiningu var rúmlega 28 ár en kvenna 27 ár.

Lekandatilfellum hefur farið hratt fjölgandi síðastliðin ár, en svo virðist sem eitthvað hafi dregið úr þeirri fjölgun á síðasta ári, að því er segir í Farsóttarfréttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert