Lifandi auglýsingar

Starfsfólk Nova gengur þessa dagana á milli farþega Strætó bs. og biður um leyfi til fá að setjast hjá þeim og kynna þeim þá nýju tækni sem fyrirtækið býður upp á í þremur strætisvögnum.

Farþegar geta í þessum þremur vögnum komist á netið í boði Nova í þriðju kynslóðar farsímum og fartölvum, og bjóða starfsmenn Nova farþegana aðstoð við það.

Liv Berþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segist aðspurð ekki telja að morgunfúlir farþegar muni taka uppátæki fyrirtækisins illa. „Við ætlum nú ekki að vera uppáþrengjandi, heldur einungis bjóða fólki upp á ákveðna þjónustu. Og ég held að flestir hafi bara gaman af þessu. Þetta styttir ferðina og farþegar geta lært eitthvað nýtt á leiðinni."

Liv segist telja að óhefðbundnar og jafnvel „lifandi" auglýsingar séu það sem koma skal, sér í lagi þegar auglýsa á nýjungar af einhverju tagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert