Svandís Svavardóttir: „Það er allt í lagi með mig"

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í kvöld að það hafi verið óþægileg lífsreynsla þegar sæti hennar losnaði í ókyrrð í aðflugi að Egilsstaðaflugvelli í dag. Hún segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, sem er menntaður læknir, hafa reynst sér vel.

„Það er svo sem allt í lagi með mig, en ég tognaði á hálsi", sagði Svandís við Morgunblaðið.

Svandís var á leið á fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga er óhappið varð, sæti hennar losnaði í ókyrrð og hlaut hún við það höfuðhögg. Hún var í kjölfarið flutt á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum til aðhlynningar, og þaðan til Reykjavíkur með sjúkraflugi.

Nánar er rætt við Svandísi í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert