„Eðlilegt að Fischer fái að hvíla í íslenskri mold“

Einar S. Einarsson, einn meðlima RJF hópsins, stuðningsmannahóps Bobby Fischer, segir að hópurinn hafi fundað í dag og það sé samdóma álit hans að skákmaðurinn Bobby Fischer, sem lést í fyrrakvöld eigi að jarðsetja á Íslandi.

Miyoko Watai, unnusta Fischers, er ekki lögð af stað til Íslands og kemur væntanlega ekki hingað til lands fyrr en eftir yfirstandandi helgi.

Hópurinn hefur verið í sambandi við Watai, en engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi útförina.

Fischer afsalaði sér á sínum tíma bandarískum ríkisborgararétti og á enga nákomna ættingja þar.

Segir Einar að þar sem Fischer hafi verið íslenskur ríkisborgari þá sé eðlilegt að hann fái að hvíla í íslenskri mold, þá sé rétt að efnt verði til einhvers konar minningarathafnar um hann, þótt öll skipulagning á slíku sé á frumstigi.

Bobby Fischer
Bobby Fischer Árvakur/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert