Mikilvægt að auka gæðaeftirlit í skólum

„Ég tek undir það að það þarf að auka gæðaeftirlit og gæðakröfur í skólunum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um þá niðurstöðu stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og grunnskólunum, að gæðaeftirliti sé ábótavant í skólunum.

„Það er alveg ljóst og ég hef sagt það að mikilvægasta hlutverkið núna í ráðuneytinu er gæðaeftirlitið og það á að auka það á öllum stigum. Það höfum við verið að gera á rannsóknarstiginu og á framhaldsskólastiginu og þurfum að gera það á grunnskólastiginu.

Á þessu er einmitt meðal annars verið að taka í nýjum frumvörpum sem eru til meðferðar í þinginu, í grunnskólafrumvarpinu og framhaldsskólafrumvarpinu. Þetta er alveg í takt við það sem ég hef verið að segja.

Við erum að fjárfesta mjög mikið í kerfinu. Bæði sveitarfélögin og ríkið og allir sem koma að skólakerfinu hafa mikinn metnað til að fá sem mest út úr því þannig að við verðum á meðal fremstu þjóða í heimi varðandi menntun, nýsköpun og þekkingu. Þá þurfum við að hafa og koma upp öflugu eftirlitskerfi og það er hægt að gera með margvíslegum hætti.“

Ekkert ferli fyrir hendi til að grípa inn í

Í úttekt Ríkisendurskoðunar segir að vísbendingar séu um að fáeinir grunnskólar skeri sig úr að því leyti að árangur nemanda sé endurtekið langt undir meðaltali og að þrátt fyrir eftirlitsskyldu menntamálaráðuneytisins samkvæmt lögum sé ekkert ferli fyrir hendi sem grípi inn í þegar ástæða sé til. Jöfnunarsjóðurinn geti nýst til að styrkja það ferli.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert