Tíu þúsund manns fóru á skíði í Bláfjöllum í gær

Löng bílaröð myndaðist á Bláfjallaveginum.
Löng bílaröð myndaðist á Bláfjallaveginum. mbl.is/Frikki

Þótt mannekla og veðurfar hafi hamlað fullum rekstri skíðasvæðisins í Bláfjöllum síðustu daga tókst ágætlega að anna miklum straum skíðaiðkenda sem lögðu leið sína á svæðið í gær. Formaður Bláfjallanefndar segir að búið sé að ráða margt starfsfólk og vonandi sé búið að ráða fram úr þeim vanda sem menn hafi átt við að etja upp á síðkastið.

Um 10 þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í gær og skapaðist oft umferðarteppa þegar verr búnu bílarnir festust eða runnu út af veginum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins, að hann hefði áhyggjur af því ef keyra þyrfti sjúkrabíl á svæðið. Ekki sást heldur til lögreglu til að aðstoða við að greiða úr umferð.

Magnús sagði hins vegar, líkt og margir gestir svæðisins sem Morgunblaðið náði tali af í gær, að raðir í lyftur hefðu gengið nokkuð örugglega, þrátt fyrir mannfjöldann. Nær allar lyftur voru í rekstri og var góður andi í fólki. 

Frá Bláfjöllum í gær.
Frá Bláfjöllum í gær.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert