Flokksforustan stendur að baki Birni Inga

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/G.Rúnar

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins og Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi,  hittust á fundi í húsarkynnum Framsóknarflokksins nú fyrir skömmu. Guðni segist hafa fullvissað Björn Inga um að flokksforystan stæði að baki honum en Guðjón Ólafur Jónsson hefur sótt að Birni Inga undanfarið.

„Við hörmum auðvitað þá ómaklegu umræðu sem var í Silfri Egils," segir Guðni og hvetur framsóknarmenn jafnframt til að þjappa sér saman frekar en hitt.

Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu í gær, að hann væri með mörg hnífasett í bakinu eftir viðskipti við Björn Inga, sem hefði m.a. unnið gegn sér í Reykjavík fyrir þingkosningar árin 2003 og 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert