Engum dettur í hug að dæma fiskveiðistjórnunarkerfið úr leik

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag, sagði, að menn þyrftu að taka sér tíma til að komast að sanngjarnri og skynsamlegri niðurstöðu varðandi álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.

Einar spurði m.a. hvort einhverjum dytti í hug að verið væri að dæma kvótakerfi í sjávarútvegi úr leik með áliti mannréttindanefndarinnar. Um væri að ræða skoðun nefndarinnar en óumdeilt væri meðal fræðimanna að sú Íslendingar væru ekki bundnar af þeirri skoðun samkvæmt alþjóðarétti.

Umræða um niðurstöðu mannréttindanefndarinnar fór fram á Alþingi í dag að ósk Guðjóns A. Kristjánssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert