Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík

Ung vinstri græn í Reykjavík hafa sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er yfir vantrausti á nýmyndaðan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Í tilkynningunni segir að ung vinstri græn telji það þvert á vilja borgarbúa og raunar vanvirðingu við lýðræðið að oddviti lista sem hlaut innan við 10% atkvæða borgarbúa í síðustu borgarstjórnarkosningum, njóti nú aðeins 3% stuðning samkvæmt nýlegri skoðanakönnun og ekki einu sinni stuðnings hjá eigin varamönnum sé orðinn borgarstjóri.
Þá segir að slíkt bendi augjóslega til þess að valdafýsn sé tekin fram yfir hagsmuni Reykvíkinga.

„Tíð meirihluta- og borgarstjóraskipti undanfarinna mánaða hafa rúið borgarstjórnina í heild sinni öllu trausti og það er miður. Á meðan borgarfulltrúar eru uppteknir af pólitísku plotti og meirihlutaskiptum þá er enginn að stjórna borginni en það er merki um ótrúlegt ábyrgðarleysi."

Segir í tilkynningunni að réttast væri, þótt það sé annmörkum háð, að breyta lögum um sveitastjórnarkosningar og boða til nýrra kosninga svo borgarstjórn fái endurnýjað umboð frá kjósendum og byggi upp það traust sem hún hafi tapað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert