Aflaeimildir ekki einkaeign manna

Aflaheimildir eru ekki persónubundin eign manna.
Aflaheimildir eru ekki persónubundin eign manna.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað þeirri kröfu karlmanns í skilnaðarmáli, að viðurkenna að aflaheimildir, sem skráðar eru á skip í eigu einkahlutafélags, séu per­sónubundin atvinnuréttindi mannsins og því einkaeign hans og komi ekki til skipta þegar búi hjónanna er skipt á milli þeirra.

Um er að ræða langvinna deilu fyrrverandi hjóna, sem áður hefur komið til kasta dómstóla og þar með Hæstaréttar, sem dæmdi árið 2006 að við skipti búsins skyldi beitt helmingaskiptareglu.

Deilunum lauk ekki með hæstaréttardómnum en meðal eigna sem komu til skipta er einkahlutafélag  sem vistar m.a. afla­heim­ildir.  Maðurinn hélt því fram að afla­heimildirnar væru hans einkaeign og ættu að falla utan skipta. Var þessum ágreiningi skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem og fleiri kröfum.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir m.a., að  samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða sé aflaheimildum úthlutað til skipa en ekki einstaklinga.  Í þessu máli sé ekki til úrlausnar hver eignarréttarleg staða afla­heim­ilda sé  enda skipti það ekki máli þar eð engin lagarök standi til þess að um sé að ræða per­sónubundin verðmæti á nokkurn hátt.  Aflaheimildunum, sem um ræði, hafi verið úthlutað  skipi í eigu einkahlutafélagsins og því sé verðmæti þeirra innifalið í verðmæti félagsins. Var kröfu mannsins um að aflaheimildirnar séu einkaeign hans því hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert