Dóttir Fischers kom hingað

Helgi Ólafsson stórmeistari, sem var í hópi þeirra sem unnu að því á sínum tíma að koma skákmanninum Bobby Fischer til Íslands, segir að hafi Fischer átt dóttur sé sjálfsagt að henni verði útvegður lögmaður sem gæti hagsmuna hennar hér á landi.

Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Bobby Fischer hafi átt sjö ára dóttur á Filippseyjum. Í grein í íþróttahluta filippseyska blaðsins Inquirer var greint frá því á dögunum að Fischer hefði eignast dóttur með konu að nafni Marilyn Young í borginni Baguio. Á fæðingarvottorði barnsins sé Robert James Fischer tilgreindur faðir þess. Stúlkan, Jinky að nafni, sé nú sjö ára gömul.

Helgi Ólafsson segir að eftir að Fischer kom hingað til lands í mars 2005 hafi hann með aðstoð annarra unnið að því að fá stúlkuna í heimsókn hingað til lands. Stúlkan hafi komið hingað um haustið og dvalist hér í nokkrar vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert