Harma framferði ungliðahreyfinga

Frá mótmælunum á áhorfendapöllum borgarstjórnarsalsins í dag.
Frá mótmælunum á áhorfendapöllum borgarstjórnarsalsins í dag. mbl.is/Ómar

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmað er framferði ungliðahreyfinga vinstriflokkanna á borgarstjórnarfundinum fyrr í dag.

„Þótt það sé sjálfsagt að láta í ljós andstöðu sína með mótmælum er ótækt að hindra eðlilegan framgang borgarstjórnarfundar sem var haldinn á löglegan og lýðræðislegan hátt.   Þessi framkoma ber vott um ótrúlega óvirðingu gagnvart öllum borgarfulltrúum Reykvíkinga og þeim almennu reglum sem gilda um lýðræðislega meðferð mála í þjóðfélaginu. Slíkt er hvorki lýðræðinu til framdráttar né til þess fallið að skapa virðingu fyrir ungu fólki í stjórnmálum," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert