Heimdallur fagnar endurkomu Sjálfstæðisflokksins að stjórn borgarinnar

Heimdallur fagnar endurkomu Sjálfstæðisflokksins að stjórn Reykjavíkurborgar í yfirlýsingu.

„Sjálfstæðismenn fá nú annað tækifæri til þess að hrinda í framkvæmd þeim stefnumálum sem sett voru á oddinn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Mikilvægt er að þetta tækifæri verði vel nýtt höfuðborgarbúum til hagsbóta og að sjálfstæðisstefnan verði ávallt höfð að leiðarljósi við ákvarðanatökur. Stöðva verður vaxandi útgjaldaaukningu borgarinnar á ný og hefjast handa við að lækka álögur á borgarbúa. Áframhaldandi fasteignaskattslækkanir eru kærkomnar fyrir borgarbúa og því ber að fagna, en betur má ef duga skal og ljóst er að með aðhaldi í rekstri mætti jafnframt lækka útsvar sem nú er í hámarki. Enn fremur er mikilvægt að borgaryfirvöld tryggi eðlilegt og hagsælt rekstrarumhverfi fyrir reykvísk fyrirtæki og að í skipulagsmálum verði tryggt að eðlileg framþróun geti átt sér stað í húsbyggingum og borgarskipulagi," samkvæmt yfirlýsingu Heimdallar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert