Reykjavík verði eitt kjördæmi

Reykjavík verður aftur breytt í eitt kjördæmi ef frumvarp Marðar Árnasonar og þriggja annarra þingmanna úr Samfylkingu, Frjálslyndum og VG verður að lögum. Í greinargerð kemur fram að það skilji ekki nokkur maður í Reykjavík hvers vegna sveitarfélagið þurfi að breytast í tvö kjördæmi við alþingiskosningar. „Skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi flækir leikreglur lýðræðisins fyrir kjósendum og veldur þeim óþægindum. Kjördæmaskiptingin hefur þyngt róðurinn við stjórnmálastarf í borginni, aukið vanda við framkvæmd kosninga, spillt vali á framboðslista og torveldað samráð með fulltrúum Reykvíkinga á þingi,“ segir jafnframt í greinargerðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert