Getum náð þorskstofninum upp

„Vissulega hefur þorskstofninn við Ísland verið að veikjast á liðnum árum og það er mjög alvarleg staða. Ég tel þó engu að síður að við stöndum ekki frammi fyrir sama vanda og Kanadamenn. Þorskstofninn þar bókstaflega hrundi og það gengur lítið sem ekkert að ná honum upp, þrátt fyrir nær algjöra friðun í fimmtán ár,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þetta segir hann í kjölfar þeirrar staðreyndar að stærsti þorskstofn veraldar, við Nýfundnaland, hrundi í kringum 1990 í kjölfar ofveiði og breytinga á lífríki sjávarins. Veiðibann í 15 ár hefur ekki dugað til að byggja stofninn upp á ný.

„Okkur er hollt að horfa til þess sem gerðist í Kanada á sínum tíma og þeirrar staðreyndar að þorskstofninn þar nær sér ekki á strik á ný. Miklar rannsóknir þar í landi beinast að því að skilja betur orsakasamhengið. Í ljósi þess að þorskstofninn við Ísland hefur verið að veikjast, lögðum við til verulegan niðurskurð á veiðiheimildum til að forðast sambærilegt slys. Við teljum að þannig nái stofninn einnig að vaxa á ný, það er að líkur verði á aukinni nýliðun. Aðstæður hér eru auðvitað nokkuð ólíkar því sem er við Kanada. Þar eru sveiflur í lífríkinu sennilega enn meiri og náttúruleg afföll síðustu árin mun meiri en við teljum að séu hér við eðlilegar aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert