Ólafur sagði F-lista frá samtölum við sjálfstæðismenn

Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur og einn af varaborgarfulltrúum F-listans, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag, að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri og oddviti F-listans, hefði sagt frá því á fundi með varaborgarfulltrúum listans að samtöl hefðu átt sér stað við Sjálfstæðisflokkinn.

Sagði Ásta að Margrét Sverrisdóttir hefði vitað af þessum samtölum en þetta var um viku áður en alvarlegar viðræður um myndun nýs meirihluta hófust milli Ólafs og Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert