Útköll á áttunda tug

Um 170 björgunarsveitamenn hafa í dag sinnt á áttunda tug útkalla vegna veðurs sem gengið hefur yfir landið. Flest útköllin voru vegna foks af ýmsu tagi, þakplötur og þakkantar hafa losnað og lausir munir fokið. Veðurhamurinn gengur nú yfir Vestfirði en þar hefur ekki þurft að kalla út björgunarsveitir enn sem komið er.

Útköllin dreifðust víða um land í dag og voru björgunarsveitir kallaðar út í Skagafirði, Dalvík, Varmahlíð, Ólafsvík, Stykkishólmi, Akranesi, Árborg, Akranesi, Borgarnesi, höfuðborgarsvæðinu og á Suðunesjum þar sem um 30 beiðnir um aðstoð báðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert