Bæjarstjórn Akraness boðar til fundar

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Bæjarstjórn Akraness hefur boðað til fundar í dag í bæjarþingsalnum. Þeir sem eru boðaðir eru stjórn HB Granda, þingmenn Norðvestur kjördæmis og formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Til fundarins er boðað vegna áforma stjórnar HB Granda um að segja öllum starfsmönnum landvinnslunnar á Akranesi upp störfum og í fundarboðinu kemur fram að óskað er eftir því að stjórn fyrirtækisins geri grein fyrir ákvörðunum sínum og geri grein fyrir framtíðarrekstri fyrirtækisins á Akranesi.

Bæjarráð Akraness kom saman til fundar í gær vegna málsins. Þar sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að ef að uppsögum Granda á Akranesi verður hafi tapast um 150 störf frá sameiningu HB við Granda hf. frá árinu 2004. 

Verkalýðsfélagið og trúnaðarmenn starfsmanna HB Granda á Akranesi telja að hægt sé að ná fram hagræðingu í rekstri félagsins með öðrum hætti en kynnt hefur verið.

Skoraði bæjarráð á stjórn HB Granda að endurskoða fyrirhugaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækisins á Akranesi og lýsti því jafnframt yfir, að bæjaryfirvöld séu reiðubúin til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðka fyrir flutningi á frekari starfsemi fyrirtækisins til Akraness.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert