Snarpur skjálfti á Reykjaneshrygg

Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir jarðskjálftann í þríriti.
Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir jarðskjálftann í þríriti.

Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjaneshrygg um 17 km suð-suðvestur af Gerfugladrangi klukkan 8:28 í morgun. Skjálftinn mældist 3,5 stig á Richter. Gunnar Gunnarsson, sérfræðingur Veðurstofunnar, segir ekki óalgengt að þetta snarpir skjálftar verði á svæðinu þar sem þarna séu flekaskil.

Það sé helst óvenjulegt við þennan skjálfta að hann hafi verið stakur en ekki hluti af jarðskjálftahrinu eins og yfirleitt verði á svæðinu.

Þá segir hann að það geti virkað nokkuð villandi að skjálftinn komi fram á nokkrum stöðum á jarðskjálftakortum Veðurstofunnar þar sem hann hafi mælst á fleiri en einum stað. Einungis hafi hins vegar verið um einn skjálfta að ræða.

Jarðskjálfti varð einnig við landgrunnsbrúnina suðaustur af landinu í gær og mældist hann 3,2 á Richter. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert