Óbeisluð fegurð til SÞ

Matthildur Helgadóttir.
Matthildur Helgadóttir. mynd/bb.is

Matthildi Helgadóttur hefur verið boðið að halda erindi á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna sem haldið verður í New York. Matthildur var ein af konunum sem fengu hugmynd að fegurðarsamkeppninni Óbeisluð fegurð sem haldin var í Hnífsdal fyrir tæpu ári síðan.

Matthildur mun fjalla um um keppnina og heimildarmyndina sem gerð var um keppnina. Matthildur verður ekki hluti af sendinefnd Íslands, heldur verður erindi hennar einn af hliðaviðburðum sem haldnir eru samhliða þinginu. Þess vegna mun félagsmálaráðuneytið ekki greiða kostnað við ferð Matthildar.

Hún fór þess á leit við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að bærinn styrki og varð ráðið við því og veitti henni styrk að andvirði 100 þúsund krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert