Haldið var upp á að 80 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands

Haldið var upp á 80 ára afmæli Slysavarnafélags Íslands í …
Haldið var upp á 80 ára afmæli Slysavarnafélags Íslands í gærkvöldi Árvakur/Jón Svavarsson

Fjöldi fólks lagði leið sína í Listasafn Íslands í gærkvöldi þar sem haldið var upp á að 80 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands sem markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi.

Hátíðin var öll hin glæsilegasta og voru m.a. rifjuð upp brot úr sögu félagsins sem geymir ófá atvik þar sem öflugur hópur sjálfboðaliða kom í veg fyrir slys og bjargaði mannslífum og verðmætum. Jafnframt voru til sýnis björgunartæki og búnaður og skemmti karlakórinn Þrestir gestum og gangandi með íðilfögrum söng.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt þá erindi, einnig Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en sá síðarnefndi tilkynnti m.a. að ríkisstjórn Íslands hefði samþykkt að taka þátt í uppbyggingu sögusafns félagsins og verja til þess tveimur milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert