Með drif á öllum

Fyrsta mót Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum hefst á morgun í Ölfushöll. Þar munu margir af bestu knöpum og reiðskjótum landsins etja kappi hver við annan og er til mikils að vinna, en heildarverðlaunin nema rúmum þremur og hálfri milljón kr.

Á blaðamannafundi sem fram fór á Kjarvalsstöðum í dag sýndu efstu knapar frá síðasta keppnistímabili sínar bestu listir. Auk þess voru samsstarfssamningar við helstu kostunaraðila undirritaðir og heimasíða keppninnar, www.meistaradeildvis.is, formlega opnuð.

Búist er við hörkukeppni, en meðal keppnisgreina er fjórgangur, tölt og 150 metra skeið.

Fyrsta mótið hefst á morgun kl. 19:30, og fer fram í Ölfushöll sem fyrr segir. Síðasta mótið fer svo fram 24. apríl nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert