Mikil notkun á heitu vatni

Þegar kalt er í veðri eykst notkun á heitu vatni.
Þegar kalt er í veðri eykst notkun á heitu vatni. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið í frosthörkunum en að sögn Orkuveitunnar er nóg framboð af heitu vatni. Helsti vandinn er að flutningsgeta lagna til Hafnarfjarðar er í hámarki og því er þrýstingur þar örlítið lægri og loka þurfti suðurbæjarlaug í gær sökum þess.

Eitthvað hefur verið um bilanir á lögnum og þrýstijöfnurum í eldri húsum í Reykjavík. „Veikleikar í gömlum kerfum koma í ljós í þessum miklu frosthörkum," sagði vaktmaður hjá Orkuveitunni og fyrir hefur komið að kaldavatnsrör hafi sprungið í útveggjum þegar rennslið er lítið á nóttunni.

Heitavatnsrör gaf sig í Jassballettskóla Báru í Ármúla í morgun og fór slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í það útkall. Skólinn er lokaður sökum þessa í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert