Tarantúlan reyndi að flýja

Tarantúlan reynir að komast úr í búri sínu í dag.
Tarantúlan reynir að komast úr í búri sínu í dag. mynd/Víkurfréttir

Tarantúlan, sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöldi, reyndi að komast undan á flótta frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í morgun. Köngulóin var sett í stórt búr, þar sem átti að farga henni. 

Fram kemur á fréttavef blaðsins, að þegar Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, brá sér í símann hafi köngulóin reynt að komast út úr búrinu og verið gripin glóðvolg þegar hún hafði næstum troðið sér í gegnum rimlana. Nú hefur kvikindið verið drepið með eitri og verður fargað á öruggan hátt.

Víkurfréttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert