Lokað vegna snjóflóðahættu

Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals var lokað vegna snjóflóðahættu
kl. 18  í dag og  til morguns, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni í kvöld.
Mokstursbíll frá Þingeyri hafi farið um Gemlufallsheiði um kl. 18,
eftir það yrði hún fljótlega ófær og ekki  opnuð meira í kvöld vegna
veðurs.

Eftirtaldir vegir eru lokaðir vegna ófærðar: Hellisheiði, Mosfellsheiði, Fróðárheiði,Eyrarhlíð, Súðavíkurhlíð, Óshlíð, Gemlufallsheiði, Ísafjarðardjúp, Strandir, Steingrímsfjarðarheiði, Klettsháls, Kleifarheiði,Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert