Matur og drykkur 64% dýrari en í ESB

Verg landsframleiðsla á Íslandi er 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27. Þetta kemur fram í árlegum verðsamanburði fyrir árið 2005 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2006. Samanburðurinn nær til Íslands og 36 annarra Evrópuríkja.

Hlutfallslegt verðlag er einnig hæst á Íslandi, 42% yfir meðaltalinu fyrir landsframleiðsluna í heild og 64% yfir því fyrir mat og drykkjarvörur. Niðurstöður eru afar mismunandi milli ríkja. Landsframleiðslan er minnst í Albaníu, 21% af meðaltali ESB. Mest er landsframleiðsla á mann í Lúxemborg, 180% yfir meðaltalinu og minnst í Albaníu, eða 21% af meðaltali ESB.

Séu einstakar neysluvörur skoðaðar fyrir árið 2006 kemur í ljós að áfengi hér á landi er 126% dýrara en meðalverð í ESB-ríkjunum. Mjólk, ostar og egg eru 50% dýrari hér og ávextir, grænmeti og kartöflur 53% dýrari. Föt og skór eru líka dýrari á Íslandi en meðaltalið innan ESB og munar þar 50%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert