Ófærð í borginni

Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Árvakur/Kristinn

Mikið hefur snjóað í nótt og eru götur á höfuðborgarsvæðinu illfærar fólksbílum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að skafa snjó af rúðum og ökuljósum áður en ekið er af stað. Þá bendir lögreglan á að ökumenn á vanbúnum bifreiðum komist ekki leiðar sinnar í ófærðinni.

Það er víðar en á höfuðborgarsvæðinu sem færðin er erfið. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þæfingsfærð og sömu sögu segir lögreglan á Akureyri. Hún segir jafnframt að ökumaður með sjö farþega hafi fest sig í austanverðu Víkuskarði rétt fyrir sex í morgun. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar sem fóru á staðinn. Fólkið er ekki í hættu.

Þá tekur lögreglan á Akureyri í sama streng og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og hvetur fólk til þess að leggja ekki af stað út í umferðina á vanbúnum bílum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert