Erlend þjófagengi í sókn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fleiri þjófnaðarmál þar sem grunur leikur á að erlend gæpagengi sendi mikið magn þýfis úr landi. Rannsókn á nýlegu máli er langt komið, en verðmæti þess þýfis sem þá fannst er talið hlaupa á nokkrum milljónum króna. Ljóst er að um skipulagða glæpastarfsemi er að ræða.

Rannsóknarlögreglumenn frá svæðisstöðinni í Hafnarfirði fundu um 130 kíló af fatnaði, skóm og snyrtivörum við húsleit í Reykjavík á mánudagskvöld og í framhaldinu í póstsendingum í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Ekki er langt síðan svipað mál kom upp og tengdist hópi manna frá Litháen - og nýtt mál er inni á borði hjá lögreglunni. Málin þrjú virðast þó ekki tengd innbyrðis.

Lögreglu– og tollgæslan gerir hvað hún getur til að koma í veg fyrir ætlunarverk erlendra þjófagengja – en við ramman reip er að draga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert