Fundað um þjóðlendumál

Ríkisvaldið birtir þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi innan tíðar.
Ríkisvaldið birtir þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi innan tíðar. Árvakur/Einar Falur

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur þegið boð stjórnar Landssamtaka landeigenda á Íslandi um að koma á aðalfund samtakanna á fimmtudaginn kemur. Ráðherra fjallar þar um stöðu þjóðlendumála af sjónarhóli ríkisvaldsins.

Í tilkynningu frá LLÍ segir: „Fundarboðendur vænta þess að fjármálaráðherra mæti til leiks með nýtt útspil af hálfu ríkisins í átt til samkomulags í deilunni við landeigendur, ekki síst í ljósi þess að núna fyrir lok febrúarmánaðar birtir ríkisvaldið þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi."

Stjórn LLÍ hefur ákveðið að efna til funda um stöðu þjóðlendumála víða um land eftir aðalfund samtakanna. Áformaðir fundarstaðir eru Borgarnes, Búðardalur, Staðarflöt, Varmahlíð, Akureyri, Breiðumýri, Þórshöfn, Egilsstaðir og Rangárvallasýsla. Tveir stjórnar-menn mæta á hvern fund.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert