77% fara á bíl til vinnu eða í skóla

Í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Reykjavíkurborg fyrir einu ári um ferðavenjur borgarbúa kemur fram að 77% borgarbúa á aldrinum 16-80 ára ferðast á eigin bíl til vinnu og í skóla, þar af voru 4% farþegar í bílnum. 12% fara fótgangandi, 7% fara með strætó og 2% fara á reiðhjóli.

Fæstir fara á bíl í yngsta og elsta aldurshópnum. Könnunin leiddi í ljós að um 83% fólks á aldrinum 35-54 ára fara til og frá vinnu á eigin bíl. Innan við 2% í þessum aldurshóp nota strætó. Um 10% ferðast fótgangandi og um 3% hjóla.

Fólk var einnig spurt hvernig grunnskólabörn þess hefðu farið í skólann. 69% sögðu að börnin gengju í skólann, en hvorki meira né minna en 34% sögðu að börnin færu með bíl í skólann. Ekki var mikill munur milli hverfa nema hvað hlutfallslega fleiri börn í Vesturbæ og Árbæ fara með strætó í skólann eða 12%.

Könnunin var gerð í nóvember og desember árið 2006. Úrtakið var 1.200 manns og svarhlutfall var 63%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert