Ökumenn að tala í símann undir smásjánni

mbl.is/Júlíus

Umferðareftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu beinist þessa dagana sérstaklega að því hvort ökumenn séu að tala í símann án þess að nota handfrjálsan búnað, að því er fram kemur í frétt á Lögregluvefnum í dag.

Lögreglan fylgist einnig grannt með því að bílbeltin séu spennt og að hleðsla og frágangur á farmi sé samkvæmt settum reglum. Reglulegt eftirlit með ölvunarakstri er sömuleiðis ávallt til staðar og mega ökumenn búast við að verða stöðvaðir vegna þessa víðsvegar í umdæminu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert