Samfylkingin stærst allra flokka

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , formaður Samfylkingarinnar. Árvakur/Brynjar Gauti

Samfylkingin hefur mest fylgi allra stjórnmálaflokka samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 5. til 7. febrúar. Samfylkingin fékk 38,8%,Sjálfstæðisflokkur 33,9%, Vinstri Grænir 11,9% , Framsóknarflokkur 8,6% og Frjálslyndir 6,7%.

Fylgi allra flokka nema Samfylkingar minnkar samkvæmt þessari könnun. Sjálfstæðisflokkur missir 2,7%, VG 2,4% og Framsókn 3,1%.

Í þessari könnun má sjá að konur styðja Samfylkingu fremur en karlar Framsókn, Sjálfstæðisflokk og Frjálslynda flokkinn.

Könnunin náði til 688 einstaklinga. Um 21% vildu ekki svara, 9% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 6% voru óviss.

Útgáfufyrirtækið Heimur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert