Stefnt að útrýmingu biðlista

 Langur biðlisti eftir augasteinsaðgerðum á Landspítala er ein helsta ástæða þess að brugðið hefur verið á það ráð að bjóða aðgerðirnar út. Auglýst er eftir tilboðum frá augnlæknum eða einkareknum augnlæknastofum í framkvæmd 800 aðgerða næstu 2-4 árin. Meðalbiðtíminn á LSH er um 9-10 mánuðir en í janúar voru rúmlega 1.300 á biðlista á augndeild. Þar af höfðu rúmlega eitt þúsund þeirra beðið lengur en í þrjá mánuði. Á sama tíma í fyrra biðu rúmlega 700 manns aðgerðar.

Þessa miklu fjölgun á biðlista milli ára má rekja til þess að nýverið var hafið að framkvæma lyfjameðferðir á skurðstofum við augnbotnahrörnun en að sögn Einars Stefánssonar, yfirlæknis augndeildar LSH, skipta þær mörgum hundruðum og hafa óhjákvæmilega rutt augasteinsaðgerðunum til hliðar. Einar segir alveg ljóst að með þessu útboði verði hægt að eyða þessum biðlista.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert