Félagsmálaráðherra skoðar vinnu barna

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að láta kanna hvort börn sem vinna í verslunum landsins séu látin bera óeðlilega mikla ábyrgð og vinni lengri vinnutíma en reglur kveða á um. Þetta kom fram í svari Jóhönnu við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Siv benti á að um vinnu barna giltu reglur, t.d. mættu 13 og 14 ára börn aðeins vinna 12 stundir á viku. Þá mættu þau aðeins vinna utan skólatíma og ekki eftir klukkan 20.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert