Tólf sækja um starfið hjá LA

Samkomuhúsið á Akureyri þar sem Leikfélag Akureyrar er til húsa
Samkomuhúsið á Akureyri þar sem Leikfélag Akureyrar er til húsa mbl.is/Skapti

Tólf sækja um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, en ráðið verður í starfið frá 1. mars. Tveir umsækjenda óskuðu nafnleyndar.

Þeir umsækjendur sem Morgunblaðið veit um eru þessir: Gísli Þór Gunnarsson, breski leikstjórinn Graeme Maley, Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðingur, Gunnar I. Gunnsteinsson leikstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna, Hjálmar Hjálmarsson leikari og útvarpsmaður, Kristín Elfa Gunnarsdóttir mannfræðingur, María Sigurðardóttir, leikstjóri og leikkona, Sigurður Kaiser, framkvæmdastjóri Grímunnar, Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari og leikstjóri, og Valdimar Örn Flygerning leikari.

Nýr leikhússtjóri hefur störf fljótlega við undirbúning næsta leikárs og starfar fram á vor við hlið fráfarandi leikhússtjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, sem lætur brátt af störfum enda hann hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert