Kærður fyrir að leita á stúlkur

Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið karlmann, grunaðan um að leita á ungar stúlkur í Sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ. Haft er eftir lögreglunni á vef Víkurfrétta að málið sé í rannsókn en manninum hafi verið sleppt.

Blaðið segir, að maðurinn muni hafa haft þessa tilburði í frammi síðastliðinn föstudag og svo aftur í gær. Kvartað hafði verið undan manninum í fyrra skiptið og var því starfsfólk og lögregla í viðbragðstöðu í gær. Hópur foreldra hefur boðað kærur á hendur manninum.

Haft er eftir Jóni Jóhannsyni, forstöðumanni Sundhallarinnar, að kvartanir hafi áður borist vegna slíks atviks en ekki sé vitað að svo stöddu hvort um sama mann er að ræða. Sökum þeirra kvartana hafi eftirlit verið hert í sundlauginni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert