Niðurstaðan ekki eins skýr og ætla hefði mátt

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á heimasíðu sinni að það sé  löngu orðið tímabært, að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna taki skýra málefnalega forystu og leiði veikleika andstæðinga sinna í ljós.

„Hvort Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni tekst að leiða flokkinn til þessarar forystu í borgarstjórninni eftir allt, sem á undan er gengið, þarf að skýrast á skömmum tíma, eigi að verða einhver flokksfriður um niðurstöðu sunnudagsins innan borgarstjórnarflokksins, niðurstöðu, sem ekki er eins skýr og ætla hefði mátt, ef fyrir Vilhjálmi Þ. vakir að sækjast eftir embætti borgarstjóra, þegar Ólafur F. lætur af því," skrifar Björn.

Heimasíða Björns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert