Orkufjárfestingar jákvæðar

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði á Alþingi að áfram væri mikill áhugi erlendra fjárfesta á að fjárfesta í stóriðju á Íslandi og nota innlenda orkugjafa.

Það muni hafa jákvæð áhrif á afstöðu erlendra aðila til Íslands að teknar verði ákvarðanir um áframhaldandi erlendar fjárfestingar hér þar sem aðilar sýni fram á að þeir beri traust til þess sem hér er að gerast. Það muni styrka þann grunn, sem fjármálafyrirtæki byggja á í sinni útrás og hjálpa þeim að vera með í upptaktinum þegar losnar um á fjármálamörkuðum heimsins.

Árni sagði að öll þau verkefni, sem væri verið að tala um: Helguvík, Þorlákshöfn og Bakki þurfi að fara eftir íslenskum lögum. Að því væri unnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert