Ræddi við Ban Ki-moon

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi í höfuðstöðvum SÞ í dag.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi í höfuðstöðvum SÞ í dag.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, átti í kvöld fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðvum samtakanna í New York. „Þetta var fínn fundur og óvenju langur, enda margt sem við höfðum um að ræða," sagði Ingibjörg Sólrún á eftir.

Hún sagðist hafa vakið athygli framkvæmdastjórans á því, að þau áherslumál sem hann væri með, baráttan gegn loftslagsbreytingum og baráttan gegn ofbeldi gagnvart konum, færu saman við þær áherslur sem Íslendingar vildu  gjarnan hafa í þróunaraðstoð og alþjóðamálum. Ban sagðist m.a. ákveðinn í að fjölga konum í leiðandi stöðum innan Sameinuðu þjóðanna þannig að það sé hægt að ná því markmiði að þar séu helmingaskipti milli karla og kvenna.

Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ bar á góma og Ingibjörg Sólrún sagðist hafa vakið athygli á því að þótt Ísland væri smáríki hefðu Íslendingar ýmislegt fram að færa og  teldu mikilvægt að smærri ríki innan SÞ hefðu áhrif og rödd og létu mál til sín taka, enda væri meirihluti ríkja smáríki. 

Nánar verður fjallað um fund Ingibjargar Sólrúnar og Ban Ki-moon í Morgunblaðinu á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert