Skorið á púls til að koma í veg fyrir kviksetningu

mbl.is/Sverrir

Fyrir kemur að einstaklingar séu skornir á púls eftir að þeir eru úrskurðaðir látnir. Er það gert að þeirra eigin beiðni, til að tryggja að þeir verði ekki jarðsettir lifandi.

„Þetta er frekar sjaldgæft en þó alltaf annað slagið að koma upp,“ segir Sigurbjörn Björnsson, yfirlæknir á hjúkrunarheimilinu Eir.

„Ég hef ekki getað merkt á þeim 20 árum sem ég hef starfað sem læknir að dregið hafi úr þessu. Þetta kom mér á óvart í fyrstu en flestir vilja fara að hinstu óskum sjúklings,“ segir Sigurbjörn.

Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu, segir engin lög eða reglur banna eða leyfa það að látið fólk sé skorið á púls, þótt lög um meðferð líka og sóttvarnarlög banni ákveðna meðferð látinna einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert