Þýtt fyrir þúsundir

Alþjóðahúsið við Hverfisgötu
Alþjóðahúsið við Hverfisgötu mbl.is/Sverrir

Stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum vinna nú hörðum höndum að undirbúningi og kynningu á nýju kjarasamningunum fyrir um 80 þúsund félagsmenn sína. Vegna mikils fjölda erlendra starfsmanna á vinnumarkaðnum hefur í fyrsta sinn verið ráðist í mjög umfangsmikla vinnu við þýðingu samninganna á önnur tungumál. Mest hefur verið þýtt á ensku og pólsku en einnig á litháísku og rússnesku. Á kynningin að ná til talsverðs á annan tug þúsunda erlendra starfsmanna. Dæmi eru um að erlendir starfsmenn séu um þriðjungur félagsmanna einstakra stéttarfélaga.

Alþjóðahús tók að sér sameiginlegar þýðingar ASÍ-félaga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir þetta í fyrsta skipti sem kjarasamningar eru kynntir á vegum ASÍ fyrir hönd aðildarfélaganna á ensku, pólsku og litháísku.

Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu á vettvangi félaga í Starfsgreinasambandinu verði lokið 7. mars og að talning atkvæða og niðurstöður liggi fyrir mánudaginn 10. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert