Vilja að kraftur sé settur í þorskarannsóknir

Forseti, Félag ungra sjálfstæðismanna  í Snæfellsbæ, skorar á Hafrannsóknarstofnun að nota nú þegar sambærilegar aðferðir, sama kraft og eldmóð og við loðnuleitina, í mælingar á þorskstofninum á Íslandsmiðum og leggja til aukningu á aflaheimildum í þorski fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Félagið segir, að mjög mikil þorskgengd hafi verið í og við Breiðafjörð undanfarinn mánuð sem gefi tilefni til aukningar á þorskkvóta á sama hátt og loðnukvótinn verði aukinn ef aukin loðna finnst. Skorar Forseti á sjávarútvegsráðuneytið að senda rannsóknarskip hið snarasta í Breiðafjörð til að staðfesta þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert