Barroso: evra kemur aðeins með aðild

José Manuel Barroso og Geir H. Haarde í Brussel í …
José Manuel Barroso og Geir H. Haarde í Brussel í dag. Reuters

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,  sagði að loknum fundi með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í Brussel í dag að til lengri tíma litið kæmi upptaka evru, hvort sem það væri á Íslandi eða nokkru öðru ríki, aðeins til greina innan ramma aðildar að Evrópusambandinu.

Barroso sagði hins vegar að framkvæmdastjórnin væri reiðubúin að efla viðræður um efnahagsmál við Ísland. Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu hefði ekki verið rædd á fundi þeirra Barrosos og þá ekki heldur hvort, til að mynda einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins kæmu til greina. Málið væri ekki á dagskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert