Vilja umferðarmengunina í göng

Mislæg gatnamót eru aftur komin á dagskrá á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Íbúasamtök Háaleitis norður eru afar ósátt við þessar hugmyndir og vilja að Miklabraut verði sett í  lofthreinsuð jarðgöng frá Grensásvegi og að Kringlumýrarbraut verði einnig sett í stokk niður að gatnamótunum við Háaleitisbraut.

Í nágrenni gatnamótanna eru skólar, leikskólar, íþróttasvæði og frístundaheimili og segir Birgir Björnsson formaður íbúasamtakanna að börn séu sérstaklega varnarlaus gagnvart umferðarmengun.

Birgir segir m.a. að ekki hafi verið haft samráð við íbúa og að þeir hafi fyrst séð myndir af þeim á síðum Morgunblaðsins. Hann bendir á að rísi gatnamótin megi reikna með að þau standi í hálfa öld og einnig að reikna megi með því að umferð aukist með tímanum, frekari uppbyggingu og við það að gegnumflæði verði auðveldara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert